Greiðsla:
Kaupandi getur innt greiðslu af hendi með kreditkorti eða debetkorti.
Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar.
Sé greiðsla gerð með millifærslu skal leggja inn á reikning hjá Prosper ehf innan 3 tíma frá kaupum.  Hafi greiðsla ekki borist innan þess tíma fer vara / vörur aftur í sölu.
Afhending vöru:
Þú velur hvort þú viljir heimsendingu með Íslandspósti eða að sækja á pósthúus.
Allar pantanir eru settar í póst næsta virka dag eftir að pöntun er gerð.
Sendingargjald er frítt yfir 7.000 kr. Pakki fer á pósthúsið þitt.

Pakkar undir 7.000 kr kosta 700 kr á þitt pósthús og 990 kr í heimsendingu.

Skilréttur:

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. 

 

Trúnaður:

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Lög um varnarþing:

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun Prosper ehf á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu einungis vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Tjón:

Allar vörur fara frá okkur í fullkomnu ástandi. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Prosper ehf (rå oils) ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá rå oils til kaupanda, er tjónið á ábyrgð kaupanda.

raoils.is áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum hvenær sem er. 

Prosper ehf - rå oils
Bjarkarheiði 16, 810 Hveragerði

Kt. 6905080440

Vsk: 98198