verkefni móður og dóttur

rå oils varð til árið 2013 þegar Fríða (dóttir) var búin að fá nóg af leitinni að lausnininni til að losna við acne, og örin sem þeim fylgdu, og höfðu plagað hana frá unglingsárum. 

Á þessum árum hafði Fríða eytt háum fjárhæðum í hinar ýmsu húðvörur og meðferðir hjá húðlæknum, td. tvær mjög erfiðar og sársaukafullar lyfjameðferðir, og neitað sér um allan mat sem var sagður tengjast acne.

Þrátt fyrir þetta þá losnaði hún aldrei við bólurnar, og erfiðu lyfjameðferðirnar skildu hana eftir með djúp ör eftir bólurnar.

Elín (móðir) sem í grunninn lærði snyrtifræði, en hafði gríðarlega áhuga á mætti ilmkjarnaolía lagðist í mikla rannsóknarvinnu, þar sem hún var sannfærð um að ilmkjarnaolíur gætu hjálpað Fríðu með þetta erfiða vandamál.

Hún tók því málin í sínar hendur og hóf hún nám í ilmkjarnafræði. Að því loknu hófst hún handa við að þróa olíu sem gæti hjálpað Fríðu.

Markmiðið var að olían væri 100% náttúruleg, án auka og uppfyllingarefna, vegan, og af mestu gæðum sem hægt var að finna hverju sinni. Í stuttu máli, að hver einasti dropi væri raunverulega að gera gagn.

Eftir margra mánaða tilraunir og prófanir varð til ákjósanleg blanda fyrir acne húð og húð með tilhneigingu til acne. Acne therapy hafði litið dagsins ljós og var eingöngu búin til fyrir Fríðu.

Fríða byrjaði að nota olíuna og mjög fljótt fór húðin að batna verulega. Hún hélt áfram að batna á næstu mánuðum þar til hún varð alveg hrein - og hélst hrein !

Þessi frábæri árangur fékk Elínu til að þróa aðra olíu fyrir vinkonu sem þjáðist af psoriasis. Hún var svo slæm að hún átti það til að klóra sig til blóðs í svefni.Eftir að hún byrjaði að nota olíuna, lagaðsit hún það mikið að kláðinn hætti og bólgur og roði minnkaði umtalsvert.

Aftur að Fríðu. Húðin var orðin algjörlega hrein af acne, en eftir sátu ör. Við lögðum enn af stað að þróa olíu sem gæti unnið á örunum og haldið húðinni í jafnvægi um leið. Það tók langan tíma að finna bestu olíurnar og réttu blönduna.

Öll vinnan borgaði sig að lokum, og til varð blanda sem grynnkaði djúp ör, jafnaði húðlitinn og gaf húðinni betri teygjanleika. Bónusinn var að fínar línur urðu minna áberandi og jafnvægi myndaðist milli fitu og raka.

Í fyrsta skipti í fjölda ára er húð Fríðu heilbrigð, hrein og jöfn - í dag finnst henni hún fallegri án farða en með.

Þessar olíur eru ástríða okkar, og vegna hversu mikið við elskum þær, og hversu mikið vinir okkar, fjölskylda og prófunarhópar elska þær - viljum við deila þeim með þér og sýna heiminum kraft hreinna og náttúrulegra olía.