Hreinar, náttúrulegar olíur með tilgang

Í stað þess að treysta á jafnvel skaðleg efni, þá er markmið okkar að sanna að hreinar, náttúrulegar olíur eru áhrifaríkari í meðhöndlun algengra húðvandamála eins og acne.

Vörurnar innihalda hágæða olíur, hannaðar með sérstök húðvandamál í huga. Við notum engin uppfyllingarefni eða rotvarnarefni í olíurnar okkar svo þú fáir eingöngu hágæða, áhrifaríka vöru fyrir þína húð.

Hver einasta olía er handblönduð og sett á umhverfisvænar Miron glerflöskur, en þær eru hannaðar sérstaklega til að viðhalda fullum gæðum innihaldsins sex sinnum lengur en venjulegt gler.

Handblandað í smáum skömmtum

Allar olíurnar okkar eru handblandaðar í litlum skömmtum af Elínu öðrum stofnanda og vöruþróunarstjóra rå oils, á vinnustofu okkar í Hveragerði. Þetta þýðir að þegar þú kaupir eina af olíunum okkar, þá er hún ekki búin að sitja í vöruhúsi einhversstaðar í margar vikur eða jafnvel mánuði, olían er fersk fyrir hámarks virkni. 

Hágæða olíur vandlega valdar 

Við völdum hvert einasta innihaldsefni af vandvirkni, prófuðum ýmsar blöndur og magn til að tryggja æskilega hámarks virkni.

Hver einasta olía í blöndunum okkar, er valin vegna einstakra eiginleika til að meðhöndla þau húðvandamál sem við viljum meðhöndla. 
Við vinnum aðeins með birgjum sem sannanlega framleiða á umhverfisvænan og siðferðislega og samfélagslega ábyrgan hátt, í samræmi við sjálfbærni, svo þú þarft ekki að hafa áhyggur af að olíurnar sem þú ert að kaupa séu að skaða umhverfið eða að birgjar stundi siðlaus vinnubrögð. 

Engin uppfyllingar- eða rotvarnarefni, aðeins hreinar olíur með tilgang

Við setjum engin aukaefni eða svokallaðar "óvirkar" olíur í vörurnar okkar. Óvirkar olíur (filler oils) eru ódýrar og oft notaðar í serum og olíuvörur til að framleiðsla verði ódýrarai - og á móti, olían hefur minni virkni.
Við hjá rå oils notum aðeins hágæða olíur sem hafa tilgang, svo að þegar þú kaupir olíu frá okkur, þá veistu að þú ert aðeins að kaupa olíurnar sem þú raunverulega vilt. Við notum engin rotvarnarefni heldur. Í staðinn notum við nátturulegt E-vítamín, sem bæði gerir húðinni gagn og tryggir ferskleika og gæði olíanna.

Umhverfisvænar umbúðir hannaðr til að vernda gæði ilmkjarnaolía

Allar vörurnar okkar eru pakkaðar í endurvinnalegar Miron glerflöskur, sem vernda eiginleika olíunnar með því að útiloka skaðlega ljósgeisla.