Séð í

RÅ [ RAW ]

: að vera í sínu náttúrulega formi : öflug : fersk : tær

það sem við gerum

skorum á hólm hefðbundin acne úrræði

Með því að neita að samþykkja skaðleg efni, þá stefnum við að því að sanna að hreinar, náttúrulegar olíur eru áhrifameiri í meðhöndlun algengra húðvandamála eins og acne

Við erum staðráðnar í að bjóða vörur sem skila árangri og er einfalt og ánægjulegt að nota án þess að skaða umhverfið eða sjálfa/n þig

Við bjóðum fallega upplifun með áherslu á ánægju, þar sem markaðurinn hefur jafnan lagt áherslu á óaðlaðandi og skaðlegt ferli

.

af hverju við gerum þetta

um hvað er þetta allt saman

ÞAÐ ER STÓRT VANDAMÁL SEM AÐEINS EYKST
Acne er eitt algengasta húðvandamál dagsins í dag og það aðeins eykst. Áætlað er að um 90% jarðarbúa fær acne einhvern tíma á ævinni

KONUR ÞJÁST MEST
Fullorðins acne er algengast hjá konum og það eykst á ógnarhraða. Þessi aukning er aðallega vegna bæði aukinar streitu og hormóna ójafnvægis sem leiðir af;  PCOS, endómetríósu, getnaðarvarnar pillunni, meðgöngu og breytingarskeiði

ÞAÐ ER EKKI BARA LÍKAMLEGT
95% þeirra sem þjást af acne segja að það hafi áhrif á daglegt líf þeirra og 63% upplifa minnkað sjálfstraust. Yfir þriðjungur hefur skaðað sig eða hugsað um sjálfsskaða vegna acne ástandsins, og það getur átt þátt í þunglyndi og jafnvel sjálfsvígi.

olíur með tilgang

við gefum húðinni þinni nákvæmlega það sem hún þarfnast. ekkert annað

Við sköpuðum rå oils til að svara okkar eigin þörf fyrir hágæða náttúrulegar vörur sem raunverulega virka til að vinna á fullorðins acne

Hágæða olíur ásamt öflugum ilmkjarnaolíum og mjög virkum innihaldsefnum. Ekkert annað

Olíurnar okkar samanstanda af sameindum nógu smáum til að geta smogið í gegnum efsta lag húðarinnar. Sem þýðir að þær stífla ekki húðina eða skilja eftir olíu á yfirborðinu

í fjölmiðlum

17 Products Worth Every Penny, According To Beauty Buyers

"This natural oil cleanser is a joy to use. I get occasional blemishes and this heavenly formula is gentle but deeply cleansing. With continued use, it balances my skin and clears up my spots. I gave it to two friends who now buy it religiously for their acne-prone skin. I massage it in for a good minute or so just to breathe in the spa-like smell before removing with a warm, damp cloth."

Refinery29 

Lesa greinina

að hanna þína eigin húðvegferð

úrvalið okkar

CLEAR . [ tær ]

acne

'tær' er nákvæmlega tilgangur varanna í þessum flokki.

Hannaðar til að veita húð þinni nákvæmlega það sem hún þarf til að hjálpa henni að hreinsast og verða heilbrigð. Ekkert annað.

Í stað þess að strippa húðina af hennar náttúrulegu olíu, þá gefum við henni meiri olíu til að hjálpa henni í jafnvægi og heila sig. Þannig, í stað þurrar, stífrar og flagnandi húðar, þá verður húðin þín nærð og ljómandi, og roði mun sjáanlega minnka frá byrjun.

OPEN . [ frjáls ]

Jafnvægi

'frjáls' er akkúrat það sem við viljum segja með þessum vörum. Hannaðar fyrir húð sem er í ójafnvægi, fær stundum útbrot, er þreytt og pirruð. Þessar vörur hjálpa húðinni þinni að komast í, og haldast í jafnvægi, næra hana og gefa henni fallegan ljóma. Húðlitur jafnast og áferð batnar.

ALIVE . [ vakandi ]

Dekraðu

'vakandi' þessar vörur snúast um að dekra við húðina og gefa henni einstakar olíur til að hreinsa og næra svo húðin lifnar við og sýnir sínar bestu hliðar.

PROTECT . [ vernd ]

Græðandi

'vernd' við þróuðum þessar vörur til að gera nákvæmlega það, vernda og græða húð þína. Hannaðar til að jafna áferð og lit húðarinnar, slá á kláða og róa húðina, fyrir mjög þurra, flagnandi, rauða og pirraða húð,.

vörurnar okkar

skoða nánar

allar vörurnar okkar eru

vegan & aldrei prófaðar á dýrum

Við notum engar dýraafurðir í vörurnar okkar og við prófum aldrei á dýrum. Fyrir okkur er mjög mikilvægt að sýna fram á að náttúran gefur okkur allt sem við þurfum, svo engin þörf er á að skaða vistkerfið.

FORGANGUR OKKAR ER

ÁRANGUR

Þó við notum aðeins náttúruleg innihaldsefni, þýðir það ekki að við fórnum neinu fyrir árangur. Markmið okkar er að bjóða árangursríkt, náttúrulegt val á móti hefðbundnum acne meðferðum. 

stærra er ekki alltaf betra

litlar framleiðslulotur til að tryggja hámarks virkni

Við framleiðum vörurnar okkar í litlum, tíðum lotum. Þetta þýðir að þegar þú kaupir eina af vörurnum okkar þá er hún ekki búin að sitja í vöruhúsi einhversstaðar vikum og jafnvel mánuðum saman. Varan er fersk sem tryggir hámarks virkni og gæði. 

Betri umbúðir

Fyrir umhverfið

Við erum alltaf að leita leiða til að minnka áhrif okkar á umhverfið og bjóða ykkur umhverfisvænar umbúðir án þess að slaka á gæðum varanna okkar.

Í dag eru olíurnar í miron glerflöskum sem vegna einstakra eiginleika viðhalda gæðum og virkni olíanna mun lengur en ella, og eru endurvinnanlegar (líka gler pipetturnar).

Við erum í stöðugri þróun og munum halda áfram að leita leiða til að vera með enn umhverfisvænni umbúðir, þar með talið blekið sem við notum og kassana sem vörurnar eru í. Ef þú ert með uppástungur um hvernig við getum verið umhverfisvænni, láttu okkur vita - við viljum endilega heyra tillögur frá ykkur.

@raoils

vertu með okkur

Sölustaðir